Oktoberfest!

Síðustu helgi fór ég í alveg magnaða ferð til Villa General Belgrano á árlegt Októberfest eða FestivalDSC0098 de Cervesa. Þetta er lítill bær um klukkutíma frá Cordoba þarsem hópur af þjóðverjum flutti um miðja síðustu öld. Þetta hefur greinilega verið samansafn af öfgaþjóðernissinnum þarsem öll húsin eru byggð í þýskum stíl, göturnar heita þýskum nöfnum og margir hverjir tala ennþá einhverja þýsku þrátt fyrir þá staðreynd að vera fluttir hinumegin á hnöttinn. Októberfestið er síðan að sjálfsögðu í hávegum haft og er orðið landsfrægt hér í landi. Þetta er haldið um nokkurskonar verslunarmannahelgi hérna og menn flykkjast að frá öllum landshornum til að taka þátt. Þýskir þjóðdansar eru dansaðir, það er jóðlað og tírólalögin tekin og bratwurstinn að sjálfsögðu á boðstólnum ásamt eeendalausu úrvali af bjór.

CIMG3174Ég fór með nokkrum strákum héðan úr Buenos Aires sem ég kynntist, 2 könum, Íslending og Argentínubúa. Ég var ekki að kaupa þá hugmynd hjá strákunum að leggjast í 11 klukkutíma ferðalag með rútu til að komast þangað en eftir að þeir útskýrðu fyrir mér ferðamátan lét ég undan og sá ekki eftir. Þetta er algjör lúxusferðamáti með stórum leður lazyboy sætum, lagt er af stað um kvöldið, boðið er upp á kvöldmat, whiskey glas og bíómynd og síðan sefur maður af sér ferðalagið og vaknar á leiðarenda.

CIMG3175Við leigðum okkur týpískan argentínskan bjálkakofa rétt fyrir utan bæinn með öllum helstu þægindum og ferðuðumst til og frá með ýmsu móti, aftan á pick-up jeppa, í rútu eða á puttanum með lókalnum. Það tók um 32 stiga hiti og sól á móti okkur og stefndi allt í góðan dag á sandölum, stuttbuxum og hlýrabol. Þessi hátíð virkar þannig að menn kaupa sér sína eigin bjórkönnu og ganga síðan á milli bása og fylla á hana. Ef síðan svo ólíklega vill til að kannan tæmist þá vorum við með svona festingar til að binda hana um hálsinn og gátum þannig ferðast um óhindrað. Eftir að hafa setið drykklanga stund á hátíðinni fór að rökkva með óveðursskýjum og einni rosalegustu rigningardembu sem ég hef lent í. Hátíðin er öll úti vitavonlaust að koma sér fyrir inn, hvað þá ná sér í leigubíl eða gera nokkurn skapaðan hlut annan en að þykja rigningin góð og halda áfram með partýið. Rigningin hélt líka áframCIMG3193 í 2-3 klukkutíma og var þetta nú orðið frekar subbulegt í lokin og sannfærðum við sjoppueiganda þarna til að skutla okkur heim fyrir hóflega upphæð. Allt í allt var þetta frábær skemmtun, næstu dagar voru góður og held ég að ég láti myndirnar bara tala sínu máli! Það liggur ekki mikið fyrir næstu daga, mamma og pabbi eru að koma í heimsókn í næstu viku, við ætlum að fara til Uruguay og gera eitthvað fleira skemmtilegt. Jæja, ég ætla að skríða aftur niður á sundlaugarbakkann áður en kemur að kvöldmatnum, ciao amigos!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna

Oktoberfest!!! átt þú ekki að vera í skóla strákur???

Talandi um Cordoba....... bróðir minn átti einu sinni Chrysler Cordoba, hann var flottur með leðursætum......ekki að það komi málinu neitt við, mér bara datt það í hug. Gaman að því. 

Hafðu það gott í sundinu.

Kv. XX

Tinna, 17.10.2008 kl. 01:34

2 identicon

Þú ætlar ekkert að taka fram að stelpum *íslenskarstelpurmóðg* var ekki boðið með í ferðina.

Kv.

Saga (sem sat heima og prjónaði á meðan svikarinn skemmti sér í Cordoba)

Saga (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 04:51

3 identicon

sammála síðasta ræðumanni!!

Saga afhverju skelltum við okkur ekki bara sjálfar í eitthvað enn betra bjálkahús þarna nálægt??

Elín (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:05

4 identicon

Stelpur, ekkert svona, þetta var strákaferð.

Haukur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 04:04

5 identicon

Haukur, ég grét mig í svefn á hverju kvöldi. Prjónaði svo til að reyna að stytta mér stundir. Þetta er geymt en ekki gleymt ;)

-Mundu bara að fylgjast vel með bjórnum þínum næst þegar þú kemur í partí hingað :) 

Saga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband