Við skelltum okkur á hinn fræga Bombonera leikvang Boca Juniors fótboltaliðsins um síðustu helgi. Keyptum okkur að sjálfsögðu ódýru miða í popular stúkuna einsog sönnum námsmönnum sæmir, en þar eru engin sæti, heldur er öllum hópnum troðið saman í stúku þarsem er staðið allan tíman og auðvitað sungið og dansað eftir því. Það var alveg magnað að fylgjast með því hvernig mannskapurinn lifði sig inní leikinn og kyrjuðu vel valin og niðrandi orð einsog éttu kött til andstæðinganna. Það var að sjálfsögðu allt morandi í lögreglumönnum og óeirðalögreglumönnum, en við urðum nú ekki vör við mikil læti þarsem við vorum skikkuð af lögreglunni til að bíða inni á leikvanginum í um 40 min eftir að leiknum lauk til þess að andstæðingarnir gátu yfirgefið leikvangin óáreittir. Boca menn voru nú ekki sérstaklega sáttir við úrslitin enda töpuðu þeir 2-3, en við fengum þó spennandi leik með nóg af mörkum.
Okkur var bannað að nota vindsængurnar góðu í sundlauginni um daginn, það var víst kvartað yfir því að við værum að einoka sundlaugina þegar við lágum þarna einsög skötur. Mér þótti ekki rétt að afskrifa þessa fjárfestingu í vindsængunum og höfum því ákveðið að skella til Mar del plata, en það er vinsæll strandarstaður hérna í Argentínu. Þetta er um 6 tíma rútuferð sem við munum leggja á okkur til að fullnýta raunvirði vindsængnanna og erum við fullviss um að þetta dæmi komi út í plús. Enda er ég að byggja mína útreikninga á þeim traustu viðskiptafræðikenningum ég hef lært síðustu ár í bankabransanum heima á Íslandi ;)
Ferðalög | 19.11.2008 | 03:08 (breytt kl. 03:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dagarnir hérna ganga rólega fyrir sig og erum við kominn inn í tempóið hérna í Buenos Aires. Erum að eyða nokkrum klukkustundum á dag niður við sundlaugina yfir heitasta tímann og síðan er skrifað á kvöldin. Læt nokkrar myndir fylgja með af sundlaugarbakkanum, en ég keypti mér vindsæng í dag, sem á eflaust eftir að bæta veruna þarna niðri næstu vikurnar. Þeir sem vilja senda mér hate-mail er vinsamlegast bent á gmail adressuna mína finnurbragason@gmail.com þarsem ég skoða það sjaldan!
Stefnan er sett á Creamfields hátíðina næstu helgi, þarsem helstu techno hljómsveitirnar troða upp utandyra á risafestivali hérna í BsAs. Siðan er ferðinni heitið til Uruguay á ströndina í nokkra daga þarsem ég þarf að fara útúr landinu til að endurnýja vegabréfsáritunina mína. Bið að heilsa heima á skerið í bili og vona að allir séu kátir!
Ferðalög | 5.11.2008 | 03:31 (breytt 13.11.2008 kl. 02:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Síðustu helgi fór ég í alveg magnaða ferð til Villa General Belgrano á árlegt Októberfest eða Festival de Cervesa. Þetta er lítill bær um klukkutíma frá Cordoba þarsem hópur af þjóðverjum flutti um miðja síðustu öld. Þetta hefur greinilega verið samansafn af öfgaþjóðernissinnum þarsem öll húsin eru byggð í þýskum stíl, göturnar heita þýskum nöfnum og margir hverjir tala ennþá einhverja þýsku þrátt fyrir þá staðreynd að vera fluttir hinumegin á hnöttinn. Októberfestið er síðan að sjálfsögðu í hávegum haft og er orðið landsfrægt hér í landi. Þetta er haldið um nokkurskonar verslunarmannahelgi hérna og menn flykkjast að frá öllum landshornum til að taka þátt. Þýskir þjóðdansar eru dansaðir, það er jóðlað og tírólalögin tekin og bratwurstinn að sjálfsögðu á boðstólnum ásamt eeendalausu úrvali af bjór.
Ég fór með nokkrum strákum héðan úr Buenos Aires sem ég kynntist, 2 könum, Íslending og Argentínubúa. Ég var ekki að kaupa þá hugmynd hjá strákunum að leggjast í 11 klukkutíma ferðalag með rútu til að komast þangað en eftir að þeir útskýrðu fyrir mér ferðamátan lét ég undan og sá ekki eftir. Þetta er algjör lúxusferðamáti með stórum leður lazyboy sætum, lagt er af stað um kvöldið, boðið er upp á kvöldmat, whiskey glas og bíómynd og síðan sefur maður af sér ferðalagið og vaknar á leiðarenda.
Við leigðum okkur týpískan argentínskan bjálkakofa rétt fyrir utan bæinn með öllum helstu þægindum og ferðuðumst til og frá með ýmsu móti, aftan á pick-up jeppa, í rútu eða á puttanum með lókalnum. Það tók um 32 stiga hiti og sól á móti okkur og stefndi allt í góðan dag á sandölum, stuttbuxum og hlýrabol. Þessi hátíð virkar þannig að menn kaupa sér sína eigin bjórkönnu og ganga síðan á milli bása og fylla á hana. Ef síðan svo ólíklega vill til að kannan tæmist þá vorum við með svona festingar til að binda hana um hálsinn og gátum þannig ferðast um óhindrað. Eftir að hafa setið drykklanga stund á hátíðinni fór að rökkva með óveðursskýjum og einni rosalegustu rigningardembu sem ég hef lent í. Hátíðin er öll úti vitavonlaust að koma sér fyrir inn, hvað þá ná sér í leigubíl eða gera nokkurn skapaðan hlut annan en að þykja rigningin góð og halda áfram með partýið. Rigningin hélt líka áfram í 2-3 klukkutíma og var þetta nú orðið frekar subbulegt í lokin og sannfærðum við sjoppueiganda þarna til að skutla okkur heim fyrir hóflega upphæð. Allt í allt var þetta frábær skemmtun, næstu dagar voru góður og held ég að ég láti myndirnar bara tala sínu máli! Það liggur ekki mikið fyrir næstu daga, mamma og pabbi eru að koma í heimsókn í næstu viku, við ætlum að fara til Uruguay og gera eitthvað fleira skemmtilegt. Jæja, ég ætla að skríða aftur niður á sundlaugarbakkann áður en kemur að kvöldmatnum, ciao amigos!
Ferðalög | 17.10.2008 | 00:16 (breytt kl. 00:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja, þá er ég loksins búinn að hífa upp um mig buxurnar, skriðinn inn af sundlaugarbakkanum og farinn að blogga. Það er margt búið að gerast síðustu daga og ætla ég að byrja á ferð sem við fórum í dýragarðinn. Hann er staddur hérna í miðri borginni, er risastór og með allskonar skrýtnum dýrum og kann ég ekki nöfnin á þeim öllum. Það eru allskonar ofurvaxnar rottur gangandi lausar um þarna... held reyndar að þetta séu Bjórar (e. Beaver) en hef sennilega verið sofandi í líffræðitímanum í versló þegar var fjallað um dýraflóruna í S-Ameríku! Einnig eru þarna einhver tegund eða sambland af kanínu, héra og bamba sem ég hef ekki séð áður, en læt myndir fylgja þessu öllu og eru allar ábendingar vel þegnar um þessi kvikyndi. Læt einnig fylgja með myndir úr kirkjugarðinum í Recoleta, sem er einn frægasti staðurinn hérna í Buenos Aires. Þar eru allir helstu merkismenn Argentínu grafnir svo sem Evita Peron og.... tja, veit ekki hvort það taki því að telja hina upp þarsem þið þekkið þá hvort eð er ekki. Allavega er þetta merkilegur staður og eru grafreitirnir alveg ótrúleg smíði og margir hverjir 200-300 ára gamlir.
Mig langar að minnast örstutt á þetta ástand sem er heima, en við höfum orðið vör við mikla umfjöllun um þetta hérna í Argentínu. Það er verið að bera þetta saman við ástandið hérna í Argentínu árið 2001, en þá defaultaði landið á öllum erlendum skuldum, stærsta default sögunnar. Þeim finnst merkilegt að svona þróað vestrænt ríki einsog Ísland geti lent í svipuðum aðstæðum eða Correlito einsog þetta er kallað hérna. Þeir eru ansi vanir kreppum hérna, minna reglulega á það að það virðist loksins vera komin kreppa allstaðar annarsstaðar en í Argentínu.
Ferðalög | 16.10.2008 | 23:23 (breytt 17.10.2008 kl. 00:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalög | 30.9.2008 | 13:54 (breytt kl. 13:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það kom loksins að því að ég fengi að sýna tangótaktana mína. En við fórum í hið fræga La Boca hverfi í dag. Þar eru þessi hús sem eru í allskonar litum og framan á öðru hvoru póstkortinu hérna, þetta er algjört fátækrahverfi og ekki mælt með því að maður villist mikið útfyrir túristastaðina. Við settumst niður á kaffihús og fylgdumst með tangódönsurunum, en áður en við vissum af vorum við fenginn upp á svið til að sína fótafimina. Þetta voru algjörir atvinnumenn og held ég að ég hafi tekið mig ágætlega út á sviðinu. Sjá meðfylgjandi myndir!
Ekki er annað hægt en að skoða veiðreiðabrautina hérna, Hipodromo Palermo. Það er með eindæmum glæsileg bygging eða höll ölluheldur. Risastórar byggingar með áhorfendapöllum yfir 3 kílómetra langa veðhlaupabraut. Hlaupin eiga sér stað á hálftímafresti og menn koma þangað seinnipartinn, veðja á sinn hest, öskra úr sér lungunn og fár sér snæðing áður en haldið er heim aftur. Sem sagt fín leið til að eyða sunnudeginum. Þar er einnig að finna stórt spilavíti, glæsilega veitingastaði og sýningarsvæði fyrir hestana. Var reyndar ekki með myndavélina með mér þar.
Ferðalög | 24.9.2008 | 02:24 (breytt kl. 02:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eftir rétt tæpar 3 vikur hérna í Buenos Aires er maður farinn að fá ágæta mynd af verðlaginu hérna. Svona almennt séð held ég að það sé hægt að deila með tveimur í það verð sem maður er að borga á Íslandi fyrir vörur og þjónustu, með nokkrum undantekningum þó. Innfluttar tískuvörur eru nú bara á svipuðu verði og heima, allavega eftir lækkun krónunnar síðustu daga. En kjötið og bjórinn er nú ennþá töluvert ódýrari og því hagar maður innkaupunum að sjálfsögðu í samræmi við það.
Þó svo að flestar vörur séu nú verðmerktar og erfitt sé að rukka útlendinga um hærra verð þá virðist það vera svolítið innprentað í landann hérna að reyna að smyrja duglega á verðin þegar ríku útlendingarnir eru að versla. Sem dæmi hefur flugfélagið hérna Aerolíneas Argentinas verið ásakað um að rukka meira fyrir flugmiða þegar erlendir aðilar kaupa miða og hafa menn jafnvel fundið mismunandi verð eftir því hvort heimasíða þeirra sé skoðuð á spænsku frekar en ensku. Einnig var verið að bjóða okkur skúringakonu hérna á þrefalt hærra verði en gengur og gerist, svo ég minnist ekki á helv. leigubílstjóran sem sótti mig á flugvöllinn, en fjölskyldan hans hefur sennilega átt það ansi náðugt síðustu vikur!
Maður verður því að hafa varann á hérna og athuga vel hvað maður er að kaupa því það virðist vera lenska hérna að fegra hluti, yfirselja og yfirrukka í samræmi við það. Ótrúlegasta dæmið er sennilega hvernig ríkið kokkar verðbólgutölurnar til að framkalla þá ímynd að hagkerfið sé í góðum málum. Þegar verðbólgan í Argentínu fór yfir 16% árið 2006 ákvað þáverandi forsetinn (eiginmaður Kristínu Kirschner, núverandi forseta) að nóg væri komið. Með efnahagskrísuna 2001 í fersku minni var ákveðið að breyta um reikniaðferðir við útreikning verðbólgunnar. Hún lækkaði skyndilega og hefur verið um 6% - 8% síðustu 2 ár. Óháðir aðilar hafa þó reiknað út að raunveruleg verðbólga muni verða um 25% - 30% hérna á þessu ári. Í fljótu bragði virðist þetta vera hin sæmilegasta lausn og hefur reyndar virkað ágætlega síðustu 2 árin. En þetta fyrirkomulag er að koma ansi hart í bakið á efnahaginum hérna. Erlendir sem og innlendir fjárfestar eru að átta sig á raunverulegu ástandi, sem endurspeglast í hækkandi lánskjörum sem verið er að bjóða. Ekki er einfalt að snúa þessu við vegna þess að með því að breyta fyrirkomulaginu aftur og viðurkenna hið augljósa getur ríkið verið að skapa sér himináar bótakröfur til lánadrottna vegna misvísnadi upplýsinga.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta fer, en hvernig sem það verður þá mun það koma illa við efnahagsumhverfið hérna. Í samanburði við Ísland þá held ég að við gætum nú verið töluvert verr stödd heima á skerinu og þó svo að vorið sé að koma hérna í Argentínu þá er það einungis grasið sem verður grænna hérnamegin á hnettinum næstu mánuðina.
Ferðalög | 9.9.2008 | 23:40 (breytt kl. 23:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ruslakallar Buenos Aires setja soldið sterkan svip á borginasíðdegis og á kvöldin. Borgaryfirvöld hérna hafa valið óhefðbundnar leiðir til að losa borgina við rusl. Þetta virkar þannig að ruslinu er komið fyrir á gangstéttum síðdegis. Hópar úr fátækrahverfunum koma síðan, flokka ruslið og taka það með sér á kerrum örðum heimasmíðuðum farartækjum. Ruslið er síðan selt á safnstöðum staðsettum í úthverfum borgarinnar og eru menn að hafa um 200 dollara á mánuði fyrir vikið sem gera rúmar 500 krónur á dag.
Þessi hópur er kallaður Cartoneros og samanstendur af fólki sem missti aleiguna í efnahagskrísunni 2001. En í þeirri kreppu lenti yfir helmingur allra Argentínubúa undir fátækramörkum og þótt að efnahagsumhverfið hafi nú að mestu jafnað sig eru ennþá um 20% þjóðarinnar undir fátækramörkum. Þessir Cartaneros búa í úthverfum einsog General San Martin þar sem nær allir af 60.000 íbúum hverfisins vinna fyrir sér með þessum hætti.
Þó þetta virðist vera nokkuð frumstæð leið til þess að losa borgina við rusl, þá er þetta í raun mjög umhverfisvænt og atvinnuskapandi í leiðinni. Buenos Aires flokkar hlutfallslega mjög stóran hlut af öllu rusli og hafa margar aðrar borgir í Brasilíu og Indónesíu fylgt þessu fordæmi og nýta sér sambærilegar leiðir í waist management.
Ferðalög | 4.9.2008 | 01:35 (breytt kl. 01:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferðalög | 29.8.2008 | 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við fórum í tangó leiðangur í gær og grófum upp ekta Argentínska Milongu. En það er staður þar sem lókalinn hittist til að dansa tangó. Það liggur við að plötuspilarinn hafi hikstað og men tekið feilspor á gólfinu þegar við scandinavarnir óðum inn til að verða vitni að þessu. Þarna er fólk á öllum aldri dansandi hvort við annað á ótrúlega tilfinningaríkan og eggjandi hátt, langt fram eftir morgni. Ég var manaður af stelpunum til að taka dansinn, enda þrautreyndur tangó-dansari, hinsvegar tóku sig upp gömul ökklameiðsli og varð ég að sitja hjá í það skiptið ;). Áður en við fórum í tangóið var auðvitað sest niður í alvöru nautasteik, en maður er að borga um 800 kr fyrir 3-400 gramma æðislega steik á fínum veitingastað. Er því á góðri leið með að klára hálfan skrokk síðustu nokkra daga, fékk mér t.d. ommelettu með nautasteik í morgunmat í gær!
Ferðalög | 25.8.2008 | 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)