Nautasteikur og tangó

Við fórum í tangó leiðangur í gær og grófum upp ekta Argentínska Milongu. En það er staður þar sem lókalinn hittist til að dansa tangó. Það liggur við að plötuspilarinn hafi hikstað og men tekið feilspor á gólfinu þegar við scandinavarnir óðum inn til að verða vitni að þessu. Þarna er fólk á öllum aldri dansandi hvort við annað á ótrúlega tilfinningaríkan og eggjandi hátt, langt fram eftir morgni. Ég var manaður af stelpunum til að taka dansinn, enda þrautreyndur tangó-dansari, hinsvegar tóku sig upp gömul ökklameiðsli og varð ég að sitja hjá í það skiptið ;). Áður en við fórum í tangóið var auðvitað sest niður í alvöru nautasteik, en maður er að borga um 800 kr fyrir 3-400 gramma æðislega steik á fínum veitingastað. Er því á góðri leið með að klára hálfan skrokk síðustu nokkra daga, fékk mér t.d. ommelettu með nautasteik í morgunmat í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

Vá, ég þarf klárlega að komast þarna í mekka nautakjötsins ;) Hehe.... Sara biður að heilsa. Var rosalega fín og sæt í afmælinu í gær, með fléttur í hárninu. Svo byrjar balletinn um næstu helgi held ég.

Tinna Dögg og Sara Lind (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:52

2 identicon

Hæ Finnur, gaman að lesa bloggið þitt - passaðu þig á útigangsfólkinu!

Biddý

Biddý (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:51

3 identicon

Einn sem á eftir að líta út eins og stór Maradona við heimkomuna!

kv,

 El Grande Toro

Hrannar (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:31

4 identicon

Hefur ekkert nýtt gerst? Ertu fastur í tangógallanum?

Sirrí (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband