Allir í rusli hérna

Ruslakallar Buenos Aires setja soldið sterkan svip á borginasíðdegis og á kvöldin. Borgaryfirvöldlos-cartoneros.jpg hérna hafa valið óhefðbundnar leiðir til að losa borgina við rusl. Þetta virkar þannig að ruslinu er komið fyrir á gangstéttum síðdegis. Hópar úr fátækrahverfunum koma síðan, flokka ruslið og taka það með sér á kerrum örðum heimasmíðuðum farartækjum. Ruslið er síðan selt á safnstöðum staðsettum í úthverfum borgarinnar og eru menn að hafa um 200 dollara á mánuði fyrir vikið sem gera rúmar 500 krónur á dag. 

673482298_45677246c1_661122.jpgÞessi hópur er kallaður „Cartoneros“ og samanstendur af fólki sem missti aleiguna í efnahagskrísunni 2001. En í þeirri kreppu lenti yfir helmingur allra Argentínubúa undir fátækramörkum og þótt að efnahagsumhverfið hafi nú að mestu jafnað sig eru ennþá um 20% þjóðarinnar undir fátækramörkum. Þessir Cartaneros búa í úthverfum einsog General San Martin þar sem nær allir af 60.000 íbúum hverfisins vinna fyrir sér með þessum hætti. 

Þó þetta virðist vera nokkuð frumstæð leið til þess að losa2281999649_78080febbf.jpg borgina við rusl, þá er þetta í raun mjög umhverfisvænt og atvinnuskapandi í leiðinni. Buenos Aires flokkar hlutfallslega mjög stóran hlut af öllu rusli og hafa margar aðrar borgir í Brasilíu og Indónesíu fylgt þessu fordæmi og nýta sér sambærilegar leiðir í „waist management“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ - já þetta er dáldið merkilegt - en árangursríkt - þeir hafa greinilega ekki frétt af þessari aðferði í Napólí - þar er sko ALLT í rusli

Ég sé að það er bæði hægt að kommentera á þetta með því að fara í gestabókina og í athugasemdir - tók eftir þessu núna.

Kærar kveðjur
Mamma

Endurvinnslan (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:16

2 identicon

Hæ - loksins nýtt blogg  En spes ruslmenning! Gaman að sjá myndirnar.

Kv. Biddý

Biddý (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband