Er búinn að vera duglegur að skoða mig um hérna síðustu daga. Fór í ferð til Tigre, sem er bær rétt fyrir utan Buenos Aires. Borgarbúar fara þangað til þess að flýja borgarlífið og njóta góða veðursins, en þar er völundarhús af votlendi sem er hægt er að sigla um á bátum. Það tekur um klukkutíma að fara með lest til Tigre, en það var engu síðri upplifun heldur en borgin sjálf. Þar gat maður séð rosaleg fátækrahverfi norðan við borgina, þarsem meira að segja lögreglan þorir ekki að koma nálægt. En einnig fer maður framhjá fínni hverfunum og sér þannig alla flóruna. Það var endalaust af athafnarmönnum í lestinni í góðri trú um að losa, tyggjó, nammi, geisladiska, skæri, skrúfjárn, snúða, samlokur o.þ.h. en einnig var fullt af söngvurum, tónlistarmönnum, betlurum, pólitískum áróðursmönnum o.fl... allaveganna leiddist manni ekki á leiðinni!
Það kom loksins að því að ég fengi að sýna tangótaktana mína. En við fórum í hið fræga La Boca hverfi í dag. Þar eru þessi hús sem eru í allskonar litum og framan á öðru hvoru póstkortinu hérna, þetta er algjört fátækrahverfi og ekki mælt með því að maður villist mikið útfyrir túristastaðina. Við settumst niður á kaffihús og fylgdumst með tangódönsurunum, en áður en við vissum af vorum við fenginn upp á svið til að sína fótafimina. Þetta voru algjörir atvinnumenn og held ég að ég hafi tekið mig ágætlega út á sviðinu. Sjá meðfylgjandi myndir!
Ekki er annað hægt en að skoða veiðreiðabrautina hérna, Hipodromo Palermo. Það er með eindæmum glæsileg bygging eða höll ölluheldur. Risastórar byggingar með áhorfendapöllum yfir 3 kílómetra langa veðhlaupabraut. Hlaupin eiga sér stað á hálftímafresti og menn koma þangað seinnipartinn, veðja á sinn hest, öskra úr sér lungunn og fár sér snæðing áður en haldið er heim aftur. Sem sagt fín leið til að eyða sunnudeginum. Þar er einnig að finna stórt spilavíti, glæsilega veitingastaði og sýningarsvæði fyrir hestana. Var reyndar ekki með myndavélina með mér þar.
Það kom loksins að því að ég fengi að sýna tangótaktana mína. En við fórum í hið fræga La Boca hverfi í dag. Þar eru þessi hús sem eru í allskonar litum og framan á öðru hvoru póstkortinu hérna, þetta er algjört fátækrahverfi og ekki mælt með því að maður villist mikið útfyrir túristastaðina. Við settumst niður á kaffihús og fylgdumst með tangódönsurunum, en áður en við vissum af vorum við fenginn upp á svið til að sína fótafimina. Þetta voru algjörir atvinnumenn og held ég að ég hafi tekið mig ágætlega út á sviðinu. Sjá meðfylgjandi myndir!
Ekki er annað hægt en að skoða veiðreiðabrautina hérna, Hipodromo Palermo. Það er með eindæmum glæsileg bygging eða höll ölluheldur. Risastórar byggingar með áhorfendapöllum yfir 3 kílómetra langa veðhlaupabraut. Hlaupin eiga sér stað á hálftímafresti og menn koma þangað seinnipartinn, veðja á sinn hest, öskra úr sér lungunn og fár sér snæðing áður en haldið er heim aftur. Sem sagt fín leið til að eyða sunnudeginum. Þar er einnig að finna stórt spilavíti, glæsilega veitingastaði og sýningarsvæði fyrir hestana. Var reyndar ekki með myndavélina með mér þar.
Flokkur: Ferðalög | 24.9.2008 | 02:24 (breytt kl. 02:50) | Facebook
Athugasemdir
Heldurðu að maður sé flottur, Argentínski kynþokkinn drýpur af þér þarna á sviðinu.
Tinna, 25.9.2008 kl. 23:59
Hæ hæ!
Alltaf gaman að fá nýjar fréttir af þér. Var einmit að lesa þetta upp fyrir Söru áðan. Var að reyna að sýna henni myndina af þér í tangóinum. Rosalega flottur! :) Hún er að fara til mömmu þinnar og pabba um helgina og líka næstu. Þú kannski heyrir í þeim :)
Bestu kveðjur frá okkur í Lómasölum og risa kossar og knús frá Sörunni þinni.
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:36
Tekur þig vel út í tangóinu gaman að fylgjast með þér á blogginu og til hamingju með afmælið í dag. Gangið þér vel á þessum framandi slóðum
kv. Inga frænka
Inga frænka (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 17:02
Til hamingu með daginn, hafðu það sem allra best.
Tinna, 29.9.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.