Bongó blíða

Það er víst kominn tími á status report héðan frá Suður Ameríku. Sit hérna að berjast við að koma saman ritgerðinni í 32 stiga hita og án air condicioning. Lífið er samt gott og ég get ekki kvartað. Mamma, pabbi, Steinka og Sigfús eru búin að vera í heimsókn hérna og við erum búin að sjá allt það sem Buenos Aires hefur upp á að bjóða. Borðuðum nokkur kíló af nautakjöti, drukkum rauðvín, sáum tangó show, veðjuðum á hestana, sigldum um Tigre og margt fleira. Bendi á bloggið hjá pabba fyrir nánari upplýsingar um það (bragir.blog.is). Þau færðu okkur flösku af bernaise essence til að fullkomna sósuna frægu frá Frakklandi og vorum við fljót að skella í pott til að bæta fátækramannsmatinn hérna sem eru að sjálfsögðu nautalundir.
CIMG3270Dagarnir hérna ganga rólega fyrir sig og erum við kominn inn í tempóið hérna í Buenos Aires. Erum að eyða nokkrum klukkustundum á dag niður við sundlaugina yfir heitasta tímann og síðan er skrifað á kvöldin. Læt nokkrar myndir fylgja með af sundlaugarbakkanum, en ég keypti mér vindsæng í dag, sem á eflaust eftir að bæta veruna þarna niðri næstu vikurnar. Þeir sem vilja senda mér hate-mail er vinsamlegast bent á gmail adressuna mína finnurbragason@gmail.com þarsem ég skoða það sjaldan!
Stefnan er sett á Creamfields hátíðina næstu helgi, þarsem helstu techno hljómsveitirnar troða upp utandyra á risafestivali hérna í BsAs. Siðan er ferðinni heitið til Uruguay á ströndina í nokkra daga þarsem ég þarf að fara útúr landinu til að endurnýja vegabréfsáritunina mína. Bið að heilsa heima á skerið í bili og vona að allir séu kátir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna

Ohhh hvað þú átt gott.

Njóttu sólarinnar ....... við reynum að njóta roksins hérna á skerinu. 

Tinna, 5.11.2008 kl. 07:49

2 identicon

hrmpfh .. ég get ekki sagt að það sé sama stemningin hér inní eldhúsi þar sem ég reyni að klambra minni ritgerð saman ... kannski eykst fjörið ef ég kaupi mér vindsæng... hm

Sirrí (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:48

3 identicon

Hæ Finnur, hvar eru myndirnar af sundlaugarbakkanum!

Biddý (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband