Éttu kött

CIMG3304Við skelltum okkur á hinn fræga Bombonera leikvang Boca Juniors fótboltaliðsins um síðustu helgi. Keyptum okkur að sjálfsögðu ódýru miða í popular stúkuna einsog sönnum námsmönnum sæmir, en þar eru engin sæti, heldur er öllum hópnum troðið saman í stúku þarsem er staðið allan tíman og auðvitað sungið og dansað eftir því. Það var alveg magnað að fylgjast með því hvernig mannskapurinn lifði sig inní leikinn og kyrjuðu vel valin og niðrandi orð einsog „éttu kött“ til andstæðinganna. Það var að sjálfsögðu allt morandi í lögreglumönnum og óeirðalögreglumönnum, en við urðum nú ekki vör við mikil læti þarsem við vorum skikkuð af lögreglunni til að bíða inni á leikvanginum í um 40 min eftir að leiknum lauk til þess að andstæðingarnir gátu yfirgefið leikvangin óáreittir. Boca menn voru nú ekki sérstaklega sáttir við úrslitin enda töpuðu þeir 2-3, en við fengum þó spennandi leik með nóg afCIMG3301 mörkum.

Okkur var bannað að nota vindsængurnar góðu í sundlauginni um daginn, það var víst kvartað yfir því að við værum að einoka sundlaugina þegar við lágum þarna einsög skötur. Mér þótti ekki rétt að afskrifa þessa fjárfestingu í vindsængunum og höfum því ákveðið að skella til Mar del plata, en það er vinsæll strandarstaður hérna í Argentínu. Þetta er um 6 tíma rútuferð sem við munum leggja á okkur til að fullnýta raunvirði vindsængnanna og erum við fullviss um að þetta dæmi komi út í plús. Enda er ég að byggja mína útreikninga á þeim traustu viðskiptafræðikenningum ég hef lært síðustu ár í bankabransanum heima á Íslandi ;)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Njótið sólarinnar.  Mundu eftir sólaráburðinum!

Bragi Ragnarsson, 21.11.2008 kl. 15:48

2 identicon

Hæhæ!!

Vildi bara kvitta fyrir innlitið. Sara er öll svo spennt yfir því að þú sért að koma heim. Tönglast endalaust á því að þú ætlir að kaupa eitthvað prinessudót handa sér ;)

Dóttir þín biður kærlega að heilsa.

Bestu kveðjur frá okkur öllum í Lómasölum :)

Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:24

3 identicon

LOL - mér fannst þetta gott! :)

Eyja (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband