Viva Islandia!!!

Var að fá mér Argentínskt númer sem ég mun nota næstu mánuði, það er 0054 113320 5868. Er annars búinn að koma mér fyrir á 17. hæð í 30 hæða húsi, sem er ágæt því byggingin er nokkuð hærri en annað hérna í kring og því auðveld að finna. Ég bý með tveimur stelpum úr HR, það er ágætis gym hérna á efstu hæðinni með tilheyrandi sundlaug, saunu og verönd með geðveiku útsýni yfir miðbæinn og Boca juniors leikvöllinn! Hverfið mætti þó vera betra, en það búa ansi margir útigangsmenn hérna úti á túni nokkuð hundruð metra frá byggingunni. Úr fjarlægð minnir þetta helst á mánudagsmorgun um verslunarmannahelgi í Eyjum, en það er nú tæplega hægt að grínast með þetta þegar nánar er skoðað. Það var að sjálfsögðu hlustað á leikinn á Rás 2 í morgun með tilheyrandi fagnaðarlátum og fer maður nú á fullt í að finna útsendingu af þessu einhversstaðar á netinu, allar ábendingar í þeim efnum vel þegnar J.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvað... ætlarðu að verða duglegri að mæta á leiki með boca en stórveldinu af hlíðarenda?

Þurý Björk (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband